Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. nóvember 2019 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jovic skoraði loksins: Mjög erfiður tími fyrir mig
Mynd: Getty Images
Serbneski framherjinn Luka Jovic var keyptur til Real Madrid í sumar en hefur ekki tekist að finna taktinn í spænsku höfuðborginni.

Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 5-0 sigri gegn Leganes í vikunni og tileinkaði syni sínum.

„Það var mikill léttir að skora þetta mark. Þetta hefur verið mjög erfiður tími fyrir mig og ferilinn minn en ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá vinum, fjölskyldu, liðsfélögum og þjálfaranum," sagði Jovic.

„Stuðningsmenn hafa verið mjög óvægnir og það er ekki auðvelt að lesa allt það slæma sem hefur verið skrifað um mann. Vonandi byrja stuðningsmennirnir að hafa meiri trú á mér. Þetta er byrjun, nú þarf ég að halda áfram að skora til að hjálpa Madrid."

Jovic verður 22 ára í desember og segist njóta sín hjá Real Madrid þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner