Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. nóvember 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Kollegar Dyche segja honum að minnka gagnrýni á leikaraskap
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Burnley, segir að aðrir stjórar hafi varað sig við því að skaða feril sinn með því að gagnrýna leikaraskap of ítrekað.

Dyche hefur verið duglegur að láta í sér heyra yfir dýfum hjá leikmönnum undanfarin ár. Hann gagnrýndi síðast Callum Hudson-Odoi leikmann Chelsea, eftir leik liðanna um síðustu helgi. Hudson-Odoi fékk gult spjald fyrir leikaraskap í þeim leik.

„Við eigum fund framundan með ensku úrvalsdeildinni og þetta er eitt af umræðuefnunum. Það gæti orðið áhugavert," sagði Dyche.

„Ég hika ekki við að stíga fram. Aðrir þekktir stjórar hafa sagt mér að hætta því af því að það muni hafa áhrif á feril minn."

Sjá einnig:
Dyche um dýfuna hjá Hudson-Odoi: Þetta er fáránlegt
Athugasemdir
banner
banner