Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. nóvember 2019 08:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Paul Ince: Man Utd ætti að reyna fá Zlatan aftur
Hvar endar Zlatan Ibrahimovic?
Hvar endar Zlatan Ibrahimovic?
Mynd: Getty Images
Það hefur vantað upp á markaskorun Manchester United það sem af er þessu tímabili og Ole Gunnar Solskjær talinn líklegur til að kaupa inn framherja í janúar til að auka markaskorunina hjá liðinu.

Króatíski framherjinn Mario Mandzukic hefur einna helst verið orðaður við komu til Manchester United í janúar, Paul Ince fyrrum leikmaður Rauðu djöflanna segir að besti kosturinn fyrir félagið væri að fá Zlatan Ibrahimovic aftur.

Samningur Zlatan við LA Galaxy rennur út um áramótin, hann hefur sjálfur gefið í skyn að hann gæti verið á leið aftur í spænska boltann.

„Ég held að ef hann vill snúa aftur á Old Trafford þá myndi það ganga eftir. Hann myndi passa frábærlega inn í þennan hóp með þeim ungu leikmönnum sem Ole er að vinna með, stórkostlegur karakter utan vallar og auðvitað innan vallar," sagði Paul Ince.

„Þeir þurfa einhvern til að stjórna í búningsklefanum, hann er sannur leiðtogi. Ungir leikmenn gætu lært margt af honum, hann yrði guðfaðirinn í búningsklefanum. Ég get bara ekki séð fyrir mér Mario Mandzukic í Manchester United svo afhverju ættu þeir ekki að reyna fá Zlatan aftur?," sagði Paul Ince að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner