Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. nóvember 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Man Utd fá frítt flug til Kasakstan
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur ákveðið að bjóða upp á frítt flug til Kasakstan fyrir þá stuðningsmenn liðsins sem lentu í vandræðum eftir gjaldþrot Thomas Cook.

Manchester United spilar í fyrsta skipti í Kasakstan þann 28. nóvember en liðið heimsækir þá Rúnar Má Sigurjónsson og félaga í Astana.

United er búið að skipuleggja flug fyrir þá stuðningsmenn sem lentu í vandræðum eftir að ferðaskrifstofan Thomas Cook varð gjaldþrota á dögunum.

Í dag var gefið út að stuðningsmennirnir þurfi ekki að greiða fyrir nýja flugið en um er að ræða hóp 150 stuðningsmanna.
Athugasemdir
banner
banner