Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. nóvember 2019 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Sandhausen gerði jafntefli við Hannover
Mynd: Getty Images
Hannover 1 - 1 Sandhausen
1-0 Hendrik Weydandt ('7)
1-1 Aziz Bouhaddouz ('62)

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen sem heimsótti Hannover í þýsku B-deildinni í dag.

Heimamenn í Hannover komust yfir snemma leiks þegar Hendrik Weydandt skoraði með skalla eftir frábæran undirbúning frá Julian Korb.

Heimamenn leiddu í leikhlé og var síðari hálfleikurinn afar fjörugur þar sem bæði lið fengu mikið af færum.

Gestirnir voru hættulegri og verðskulduðu jöfnunarmarkið sem Aziz Bouhaddouz skoraði á 62. mínútu.

Rúrik og félagar eru um miðja deild, með 14 stig eftir 12 umferðir. Sandhausen hefur þó ekki unnið fótboltaleik síðan 30. ágúst og var stigið í dag aðeins það fjórða úr síðustu sjö leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner