Real Madrid 4 - 0 Valencia
1-0 Kylian Mbappe ('19 , víti)
2-0 Kylian Mbappe ('31 )
2-0 Vinicius Junior ('43 , Misnotað víti)
3-0 Jude Bellingham ('44 )
4-0 Alvaro Carreras ('82 )
1-0 Kylian Mbappe ('19 , víti)
2-0 Kylian Mbappe ('31 )
2-0 Vinicius Junior ('43 , Misnotað víti)
3-0 Jude Bellingham ('44 )
4-0 Alvaro Carreras ('82 )
Real Madrid lenti ekki í erfiðleikum þegar liðið tók á móti Valencia í lokaleik dagsins í efstu deild spænska boltans.
Kylian Mbappé skoraði fyrsta mark leiksins af vítapunktinum og tvöfaldaði svo forystuna sjálfur, áður en Madrídingar fengu dæmda aðra vítaspyrnu.
Í þetta sinn steig Vinícius Júnior á punktinn þó að Mbappé hefði getað fullkomnað þrennu í fyrri hálfleik og klúðraði með slakri spyrnu.
Xabi Alonso þjálfari Real Madrid virtist ekki sérlega ánægður þegar Mbappé rétti Vinícius boltann til að taka spyrnuna en þetta klúður kom ekki að sök. Jude Bellingham setti þriðja mark heimamanna skömmu eftir vítaspyrnuklúðrið.
Staðan var því 3-0 í leikhlé og skapaði Valencia litla hættu í síðari hálfleik. Álvaro Carreras lék allan leikinn í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Real og innsiglaði 4-0 sigur á lokakaflanum. Hann átti mjög góðan leik í kvöld.
Real er að stinga af á toppi spænsku deildarinnar, með 30 stig eftir 11 umferðir. Barcelona er með 22 stig og einn leik til góða.
Athugasemdir




