fös 01. desember 2017 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Svipurinn á Sampaoli þegar Ísland kom upp
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, virtist áhyggjufullur þegar Ísland kom upp úr kúlunni þegar dregið var í riðla á HM í dag. Ísland var dregið í riðil með Argentínu, Króatíu og Nígeríu.

Argentína verður fyrsti andstæðingur Íslands á HM sem verður haldið í Rússlandi næsta sumar.

Leikurinn verður í Moskvu og má búast við fjölda Íslendinga á þann leik enda ekki á hverjum degi sem okkar stjörnur takast á við leikmenn eins og Messi, Aguero og Dybala.

Ljóst er að Ísland er sýnd veiði en ekki gefin fyrir Argentínu og Jorge Sampaoli gerir sér líklega grein fyrir því.

Hann virtist eins og áður segir áhyggjufullur þegar Ísland kom upp úr kúlunni eins og sjá má á myndinni hér að neðan.







Athugasemdir
banner
banner
banner