Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. desember 2017 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsta dagblað Argentínu fjallar um Ísland - „Magnaðasta kraftaverk í sögu fótboltans"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Clarín, stærsta dagblað Argentínu, birtir í dag grein um íslenska landsliðið í fótbolta í kjölfar þess að Ísland dróst saman í riðil með Argentínu á HM í Rússlandi næsta sumar.

Ísland er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu.

Í fréttinni er farið yfir fagnaðarlætin sem urðu eftir að Ísland tryggði þáttökurétt sinn á HM. Eftir 2-0 sigur á Kosóvó varð allt vitlaust á götum Reykjavíkur og fagnað var langt fram eftir nóttu.

Ísland spilar gegn Argentínu þann 16. júní næstkomandi í fyrsta leik sínum á HM. Er þeim leik lýst sem „stærsta knattspyrnuleik Íslandssögunnar" hjá Clarín.

Þá er auðvitað farið út í það hversu fáir búa hér á Íslandi og hversu lítil þjóð þetta er, það ætti hreinlega að vera ómögulegt fyrir svo litlja þjóð að komast á stórmót, hvað þá HM í fótbolta. Margir hafa haldið þessu fram, en þetta er einfaldlega ekki satt og strákarnir í íslenska landsliðinu hafa svo sannarlega sannað það.

Fyrirsögn fréttarinnar er „Magnaðasta kraftaverk í sögu fótboltans" en greinina má lesa með því að smella hér
Athugasemdir
banner
banner