sun 01. desember 2019 19:13
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Noregur: Samúel Kári á skotskónum í lokaumferðinni
Samúel Kári skoraði fimmta mark Viking í 1-5 sigri.
Samúel Kári skoraði fimmta mark Viking í 1-5 sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar fór fram nú í kvöld, það var nú þegar ljóst fyrir þessa umferð að Molde væru norskir meistarar.

Hér að neðan má lesa það helsta úr leikjum Íslendinga í Noregi í kvöld.

Brann 1-5 Viking
Samúel Kári Friðjónsson var ekki í byrjunarliði Viking í kvöld, hann spilaði í rúmar 20 mínútur í kvöld og skoraði fimmta mark Viking í 1-5 sigri á Brann. Viking endar tímabilið í 5. sæti.

Lillestrom 0-0 Sarpsborg
Arnór Smárason var í byrjunarliði Lillestrom sem gerði markalaust jafntefli við Sarpsborg, Arnóri var skipt af velli á 61. mínútu. Lillestrom endar tímabilið í 14. sæti og fer í umspil við Start um sæti í úrvalsdeildinni að ári.

Start 1-0 KFUM
Það var ekki bara spilað í úrvalsdeildinni, það var einnig spilað í umspili í 1. deild. Þar lék Aron Sigurðarson 90. mínútur í 1-0 sigri Start en liðið mætir Lilleström í umspili um sæti í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner