þri 01. desember 2020 14:45
Magnús Már Einarsson
„Hálf aulalegt að vera ekki með fimm skiptingar"
Klopp vill fleiri skiptingar.
Klopp vill fleiri skiptingar.
Mynd: Getty Images
„Auðvitað ættum við að leyfa fimm skiptingar," sagði Gunnar Ormslev, lýsandi hjá Síminn Sport, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær.

Mikil meiðsli hafa verið í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og stjórar stærri liðanna eru afar ósáttir við að ekki hafi verði kosið með tillögu um fimm skiptingar í leikjum í deildinni.

„Það eru hagsmunir hjá öllum liðum sem kusu gegn þessu á sínum tíma. Þeir hljóta að breyta þessu. Þetta hlýtur að fara aftur fyrir kosningu."

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut á Chris Wilder, stjóra Sheffield United, í viðtali um helgina. Wilder telur að það að fjölga skiptingum hagnist stærri liðunum í deildinni -betur.

„Mér fannst góður punktur að Chris Wilder er með sínar þrjár skiptingar og eitt stig. Til lengri tíma litið, ef þú ert með fimm skiptingar, geta lið keypt sér stærri hópa. En akkúrat núna þegar heimsástandið er eins og það er, það mega ekki koma menn á völlinn og félögin eru að tapa endalaust af peningum þá eru menn ekki að bomba mönnum inn í hópinn til að nýta fimm skiptingar. Mér finnst hálf aulalegt að vera ekki með fimm skiptingar," sagði Jóhann Skúli Jónsson. þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Draumaliðið.

Hér að neðan má hlusta á þátt gærdagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Mögnuð innkoma Cavani og reiður Klopp
Athugasemdir
banner
banner