Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 09:00
Victor Pálsson
Martínez til í nýja áskorun
Mynd: Getty Images
Javi Martínez, leikmaður Bayern Munchen, er líklega að kveðja félagið á næsta ári en hann hefur áhuga á nýrri áskorun.

Martínez er byrjaður að fá mínútur á ný hjá Bayern og hefur spilað 13 leiki í öllum keppnum á tímabilinu.

Þessi 32 ára gamli varnarmaður hefur leikið 250 leiki fyrir þýska félagið en hann kom frá Athletic Bilbao árið 2012.

„Þetta er ekki tímapunkturinn til að ræða hvað gerist í júní 2021. Allt getur gerst. Ég átti góð ár hér og við sjáum hvað gerist," sagði Martínez.

„Ég væri til í að prófa eitthvað nýtt, hvar sem það er en ég vil eitthvað nýtt áður en ferlinum lýkur."

Samningur leikmannsins rennur einmitt út eftir tæplega ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner