Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. desember 2021 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir Ingi snéri aftur á völlinn - Rúnar lék í dramatískum sigri Leuven
Sverrir Ingi Ingason er mættur aftur á völlinn
Sverrir Ingi Ingason er mættur aftur á völlinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex var í rammanum hjá Leueven
Rúnar Alex var í rammanum hjá Leueven
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason snéri aftur á völlinn með PAOK eftir tæplega átta mánaða fjarveru er liðið gerði 1-1 jafntefli við AE Larissa í gríska bikarnum í kvöld. Þrjú Íslendingalið töpuðu bikarleikjum sínum.

Sverrir hefur verið að glíma við erfið hnémeiðsli síðan í apríl og fór hann undir hnífinn eftir tímabilið og hefur undanfarna mánuði verið í strangri endurhæfingu.

Hann var á bekknum í síðasta leik liðsins í deildinni en snéri svo aftur á völlinn í 1-1 jafntefli PAOK gegn AE Larissa í bikarnum en góðu fréttirnar eru þær að tveir leikir eru spilaðir í 16-liða úrslitum og getur liðið tryggt sig áfram þann 21. desember.

Ögmundur Kristinsson fékk þá tækifærið í marki Olympiakos í 3-2 tapi liðsins gegn Levadiakos. Þetta var fyrsti leikur hans á tímabilinu. Olympiakos spilar heima í seinni leiknum sem er 21. desember.

Mikil dramatík hjá Rúnari

Rúnar Alex Rúnarsson virðist hafa fest sæti sitt í marki Leuven en hann er á láni frá Arsenal. Tveir leikmenn voru reknir af velli eftir sautján mínútur, þeir Kouya Mabea og Xavier Mercier. Mabea, sem spilar með Leuven, lét sig detta eftir að Mercier skallaði hann og ákvað dómarinn að reka þá báða af velli. Því jafnt í liðum.

Leuven var 2-1 undir þegar lítið var eftir af leiknum en gestirnir skoruðu á 89. mínútu og svo sigurmarkið seint í uppbótartíma og 3-2 sigur Leuven staðreynd. Liðið er komið áfram í næstu umferð bikarsins.

Kolbeinn Þórðarson var þá í byrjunarliði belgíska B-deildarliðsins Lommel sem tapaði fyrir Gent, 2-0. Kolbeinn fékk fínasta tækifæri til að skora í fyrri hálfleiknum en brást bogalistin. Hann spilaði allan leikinn fyrir Lommel.

Lúkas á skotskónum hjá Empoli

Lúkas Logi Heimisson, leikmaður Empoli á Ítalíu, skoraði og lagði upp í 4-1 sigri U19 ára liðsins gegn Ascoli í 16-liða úrslitum í Primavera-bikarnum í kvöld. Lúkas er á láni frá Fjölni og hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliðinu og spilaði tvo æfingaleiki um miðjan nóvember.
Athugasemdir
banner