Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 01. desember 2024 14:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Magnús Ingi framlengir við Fram til tveggja ára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Ingi Þórðarson hefur framlengt samning sinn við Fram en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning.


Magnús er fæddur árið 1999 en hann er uppalinn hjá Fram. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk árið 2018. Hann hefur leikið 147 leiki í heildina.

Hann kom við sögu í 23 leikjum í Bestu deildinni síðasta sumar og skoraði fjögur mörk.

Hann er annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem framlengir samning sinn við félagið því reynslumikli framherjinn Guðmundur Magnússon gerði það einnig í gær.


Athugasemdir
banner
banner