Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. febrúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Boehly fær þakkir frá Enzo
Mynd: Getty Images
Enzo Fernandez, nýr leikmaður Chelsea, er hoppandi kátur yfir því að hafa gengið í raðir félagsins á lokadegi gluggans en hann þakkar Todd Boehly, eiganda félagsins, fyrir að hafa komið skiptunum yfir línuna.

Chelsea byrjaði að ræða við Benfica um Enzo í byrjun janúar en þá tókst félögunum ekki að ná saman.

Benfica vildi ómögulega losa sig við miðjumanninn og vildi fá 120 milljónir evra eins og riftunarákvæðið sagði til um.

Enska félagið fór aftur í viðræður við Chelsea undir lok gluggans og eftir erfiðar viðræður náðu félögin samkomulagi og gekk hann til liðs við Chelsea á síðustu klukkutímum gluggans. Boehly og félagar í stjórninni fá þakkir frá Enzo.

„Ég er þakklátur Chelsea og eigendum félagsins fyrir að gera allt sem þeir gátu til að fá mig inn í þetta verkefni. Ég er ánægður og spenntur að ganga í raðir Chelsea, spila í bestu deild heims og berjast um stærstu titlana. Ég get ekki beðið eftir að spila fyrir framan stuðningsmennina okkar og hjálpa liðsfélögum mínum bæði innan sem utan vallar,“ sagði Enzo.

Enzo var valinn besti ungi leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar er Argentína vann mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner