Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. febrúar 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fínn leikmaður en kemst ekki nálægt Casemiro og Rodri
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: Getty Images
Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að Chelsea hafi yfirborgað rosalega fyrir miðjumanninn Enzo Fernandez.

Chelsea gerði Fernandez að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans á gluggadeginum er félagið borgaði um 106 milljónir punda til þess að kaupa hann frá Benfica.

Murphy mætti á Talksport í dag þar sem umræðan snerist að þessum stóru kaupum Chelsea.

„Chelsea er að borga alltof mikið fyrir leikmenn. Ég tel það enn að stór hluti af byrjunarliðinu þeirra komist ekki nálægt byrjunarliði Manchester City," sagði Murphy.

„Ég hef farið á völlinn og séð Enzo spila. Hann er fínn leikmaður, en ekki 100 milljón punda leikmaður. Benfica tók Chelsea illa þarna. Hann er góður miðjumaður en hann kemst ekki nálægt leikmönnum eins og Casemiro og Rodri."

„Félög sjá Chelsea koma að samningaborðinu og tosa buxurnar þeirra niður."
Athugasemdir
banner
banner
banner