Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. febrúar 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrstu myndirnar af Sabitzer eftir félagaskiptin - Búinn að fá númer
Marcel Sabitzer.
Marcel Sabitzer.
Mynd: EPA
Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer er mættur til Manchester United en hann kom til félagsins á láni frá þýska stórveldinu Bayern München á gluggadeginum.

Sabitzer var sóttur vegna meiðsla Christian Eriksen sem snýr aftur í fyrsta lagi í apríl.

Sabitzer er 28 ára Austurríkismaður sem kom til Bayern frá RB Leipzig sumarið 2021. Hann á að baki 68 landsleiki. Á þessu tímabili hefur hann skorað eitt mark í 24 leikjum í öllum keppnum með Bayern. Hann getur leyst margar stöður á vellinum en hefur oftast spilað á miðri miðjunni.

Man Utd hefur núna opinberað fyrstu myndirnar af honum í treyju félagsins og þá er hann kominn með treyjunúmer.

Sabitzer verður númer 15 en Nemanja Vidic er líklega besti leikmaðurinn sem hefur verið með þetta númer hjá félaginu.




Athugasemdir
banner
banner
banner