fim 02. febrúar 2023 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn skrautlegi Evans tjáir sig um Jökul: Var alltaf á toppi listans
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Jökull Andrésson gekk í raðir Stevenage í ensku D-deildinni á gluggadeginum.

Aðalmarkvörður Stevenage er meiddur og kemur Jökull til með að verja mark liðsins á næstu vikum. Jökull, sem er 21 árs, kemur til Stevenage á láni frá Reading.

Stevenage er sem stendur í öðru sæti D-deildarinnar en liðið kom á óvart fyrir nokkrum vikum síðan með því að slá út Aston Villa í FA-bikarnum.

Þjálfari liðsins er Steve Evans en það er ansi skrautlegur karakter. Evans er búinn að tjá sig um Jökul.

„Jökull var alltaf á toppi listans hjá okkur ef ske kynni að við þyrftum að sækja markvörð. Ég talaði nokkrum sinnum við Paul Ince (stjóra Reading) um hann og hann hjálpaði okkur að fá leikmanninn. Takk, Incy!" sagði Evans.

Evans var stjóri Rotherham þegar fyrrum landsliðsmaðurinn Kári Árnason lék með liðinu. Evans á mörg mjög skrautleg ummæli en þjálfaraaðferðir hans þykja heldur gamaldags.

Sjá einnig:
Stjóri Kára í stuttbuxum með sólhatt á hliðarlínunni
Athugasemdir
banner
banner
banner