Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. febrúar 2023 11:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norskur miðjumaður kannar aðstæður hjá KR
Vann flesta leiki á æfingum hjá Fredrikstad í júní 2021 og fékk því skemmtileg verðlaun.
Vann flesta leiki á æfingum hjá Fredrikstad í júní 2021 og fékk því skemmtileg verðlaun.
Mynd: Fredrikstad
KR gæti verið að fá norskan liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu deildinni því miðjumaðurinn Olav Öby er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að kanna aðstæður hjá félaginu og gæti í kjölfarið skrifað undir samning í Vesturbænum.

Öby er 28 ára og var síðast á mála hjá Fredrikstad í næstefstu deild í Noregi. Samningur hans rann út um áramótin. Hann er réttfættur og spilar oftast á miðri miðjunni. Hann hefur einnig spilað með Sarpsborg, Follo, Strömmen, Kristiansund, Kongsvinger og KFUM Oslo á sínum ferli.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði frá því í viðtali á dögunum að KR-ingar væru fáliðaðir á miðsvæðinu. Hallur Hansson er meiddur og missir líklega af öllu tímabilinu og Pálmi Rafn Pálmason lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

KR er þá áfram að vinna í því að fá Jóhannes Kristin Bjarnason frá Norrköping og félagið er í viðræðum við Venezia um að fá Jakob Franz Pálsson.


Athugasemdir
banner
banner
banner