Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. febrúar 2023 16:04
Elvar Geir Magnússon
Potter: Það verða einhverjir leikmenn drullusvekktir
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: EPA
Graham Potter, stjóri Chelsea, segir ljóst að einhverjir leikmenn verði drullusvekktir þegar hann þarf að skila inn Meistaradeildarhópnum eftir að félagið eyddir 289 milljónum punda í janúar.

Chelsea keypti átta leikmenn í glugganum en samkvæmt reglum UEFA má bara bæta þremur mönnum við Evrópuhópinn.

Chelsea mætir Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Félög þurfa að skila inn breytingum á leikmannahópum sínum til UEFA á miðnætti í kvöld.

„Það verða nokkrar erfiðar samræður. Það er raunveruleikinn sem við búumst við. Aðeins ellefu geta byrjað og aðeins ákveðinn fjöldi er í hópnum. Það verða alltaf einhverjir fyrir vonbrigðum. Þetta er áskorun sem ég kvarta ekki yfir. Þvert á móti er það spennandi," segir Potter.

Meðal leikmanna sem Chelsea keypti í janúar var argentínski miðjumaðurinn Enzo Fernandez sem kom á metupphæð frá Benfica.

„Ég er virkilega ánægður með að fá Enzo, hann er stórkostlegur leikmaður. Spænskan mín er ekki góð og enskan hans ekki frábær svo við þurftum að spjalla gegnum túlk. En það mun breytast! Hann er heillandi ungur maður," segir Potter.

Potter segist óviss um hvort Enzo verði kominn með leikheimild til að geta spilað gegn Fulham annað kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner