Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. febrúar 2023 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoða að bjarga Ziyech úr prísundinni
Hakim Ziyech.
Hakim Ziyech.
Mynd: EPA
Hakim Ziyech er sagður verulega ósáttur við framkomu Chelsea í sinn garð.

Chelsea gerði fáránleg mistök á gluggadeginum sem urðu þess valdandi að Ziyech komst ekki til Paris Saint-Germain eins og búið var að samþykkja að myndi gerast.

Ziyech var sjálfur mættur til París og var spenntur fyrir því að fara í nýtt félag. Chelsea sendi hins vegar ekki rétt skjöl fyrr en glugganum var lokað og því er hann enn leikmaður Lundúnafélagsins.

Það er ekki búist við því að Ziyech verði í stóru hlutverki hjá Chelsea seinni hluta tímabilsins og hann vill ólmur komast hjá félaginu.

Ítalski fréttamaðurinn Nicolo Schira segir að tyrkneska félagið Besiktas sé að skoða það að bjarga honum, en launakröfur hans gætu flækt málin. Félagaskiptaglugginn í Tyrklandi er áfram opinn og því geta leikmenn enn farið þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner