Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. febrúar 2023 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Væri mikilvægt fyrir alla hjá United, en sérstaklega fyrir Ten Hag"
Ten Hag.
Ten Hag.
Mynd: Getty Images
Rene Meulensteen,fyrrum þjálfari hjá Manchester United og nú aðstoðarþjálfari ástralska landsliðsins, ræddi við BBC í dag.

Man Utd er á leið í úrslitaleik deildabikarsins eftir 5-0 samanlagðan sigur gegn Nottingham Forest í undanúrslitum keppninnar. Man Utd hefur ekki unnið titil síðan 2017 en mun mæta Newcastle á Wembley í lok mánaðar í úrslitaleik.

Meulensteen er á því að það væri mjög mikilvægt fyrir Erik ten Hag að vinna titil strax á fyrsta ári sem stjóri Man Utd.

„Sem stjóri hjá United þá þarftu að vinna bikara, 100%. Og Ten Hag er skýr með það í viðtölum. Að vinna þennan væri mikilvægt fyrir alla hjá United, en sérstaklega fyrir hann."

„Það myndi stimpla enn betur inn það sem hann er að gera með liðið."

„Þeir eru auðvitað í öllum keppnum ennþá en eru næst titli í þessari. Það er ekki til betri tilfinning en að lyfta bikar."

„Það mun gefa öllum svo mikið sjálfstraust og trú á því að hægt sé að ná öðrum markmiðum tímabilsins,"
sagði Meulensteen.
Athugasemdir
banner