Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. mars 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Fulham í nýrnaígræðslu
Mynd: Getty Images
Kevin McDonald, miðjumaður Fulham, þarf að taka sér hlé frá fótbolta þar sem að hann þarf að gangast undir nýrnaígræðslu.

Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur átt við nýrnavandamál að stríða undanfarin 14 ár en hann hefur ekki látið það stöðva sig í fótboltanum.

McDonald hefur spilað yfir 500 leiki á ferlinum og spilað fimm landsleiki með Skotum.

McDonald spilaði sextán leiki þegar Fulham fór upp úr Championship deildinni í fyrra en hann hefur ekki komið við sögu á þessu tímabili.

Hann vonast nú til að koamst í nýrnaígræðslu í apríl næstkomandi. Framhaldið í fótboltanum er þó óljóst.

„Við vonuðumst til að ég gæti klárað fótboltaferilinn og farið svo í nýrnaígræðslu en því miður gengur það ekki," sagði McDonald.

„Ég er með eitt nýra sem virkar ekki núna og eitt nýra sem er með í kringum 10% virkni."

„Ég vil ræða þetta því margir hafa verið að spyrja mig, 'af hverju ferðu ekki á lán? Af hverju ertu ekki að spila? Af hverju ætlar þú svona snemma út í þjálfun."

„Það er erfitt að spá fyrir um þetta en fótboltinn er í öðru sæti hjá mér núna. Líf mitt, fjölskyldan og vinir mínir eru númer eitt og þar fyrir ofan er heilsan mín."

Athugasemdir
banner
banner
banner