banner
   lau 02. maí 2020 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adams óttast að Aubameyang verði nýjasta stjarnan til að fara
Mynd: Getty Images
Tony Adams, fyrrum fyrirliði Arsenal, óttast að Pierre-Emerick Aubameyang, núverandi fyrirliði Arsenal, verði nýjasta stjarnan til að yfirgefa herbúðir félagsins.

„Við virðumst vera að selja bestu leikmennina okkar og þú munt aldrei búa til hóp sem vinnur deildina ef þú selur bestu leikmennina þína," sagði Adams við Sky Sports.

„Það er vel mögulegt að Aubameyang fari frá félaginu. Ég elskaði þegar Wenger var með liðið og hann lét menn fara ef þeir voru of stórir fyrir félagið og ef það hjálpaði félaginu fjárhagslega."

„Hann hélt sig við þá stefnu og skilaði Meistaradeildarsæti á hverju ári en á sama tíma kom það niður á því hvaða leikmenn voru fengnir inn - við urðum félag sem seldi bestu leikmennina."

„Ef ég væri þjálfarinn myndi ég segja að það ætti alls ekki að selja Aubameyang því það þarf að byggja upp og fá fleiri leikmenn inn, það verður að halda bestu leikmönnunum."

„Þegar við vorum að vinna titla þá héldum við leikmönnum og fengum inn Dennis Bergkamp, Nicolas Anelka, Patrick Vieira, Emmanuel Petit, Robert Pires og fleiri. Við héldum Martin Keown og áður Paul Merson og byggðum upp."

„Staðan er önnur í dag og mín skoðun að stefnan hafi ekki verið góð í nokkur ár."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner