Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Amiens SC fer í mál við franska knattspyrnusambandið
Mynd: Getty Images
Amiens SC og borgarstjórinn í Amiens hafa tekið höndum saman og ákveðið að höfða mál gegn LFP, stjórn frönsku efstu deildarinnar, og FFP. franska knattspyrnusambandið.

Þessi ákvörðun er tekin sem svar við ákvörðun knattspyrnuyfirvalda í Frakklandi að binda enda á tímabilið og láta neðstu lið falla.

Amiens er í næstneðsta sæti, sjö stigum frá öruggu sæti þegar tíu umferðir eru eftir, og fellur því úr efstu deild.

„Þessi ákvörðun er skaðleg fyrir borgina okkar," sagði Brigitte Fouré, borgarstýra Amiens.

Mögulegt er að fleiri félög á borð við Lyon og Saint-Etienne hefji einnig lögsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner