Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. maí 2020 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ayoze Perez neitaði að fara til Real Madrid og Barcelona
Mynd: Getty Images
Ayoze Perez gekk í raðir Leicester frá Newcastle fyrir 30 milljónir punda síðasta sumar. Perez kom frá Tenerife sumarið 2014 til Newcastle og kostaði þá eina og hálfa milljón punda.

Perez segir að risalið á Spáni og Porto hafi verið á eftir sér sumarið 2014.

„Ég hefði getað farið í Real Madrid eða Barcelona en þá hefði ég farið í U-21 árs liðin þeirra, það hefði verið áframhald í næstefstu deild," sagði Perez við talkSPORT.

„Svo buðu Porto í mig og Newcastle líka."

„Það er að sjálfsögðu sérstakt að fá tilboð frá Real Madrid og Barcelona en að spila með varaliðinu fékk mig frá því að fara þangað."

„Ég var nálægt því að fara til Porto en það voru smáatriði sem frestuðu þeim skiptum og ég ákvað á endanum að fara til Newcastle. Þar voru ekki sömu smáatriðin og ég hafði alltaf dreymt um að spila í úrvalsdeildinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner