Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. maí 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandarískt fyrirtæki í viðræðum um kaup á Southampton
Mynd: Getty Images
Bandarískt fyrirtæki var lengi vel í viðræðum við Gao Jisheng, meirihlutaeiganda Southampton, um að kaupa hlut hans í félaginu. Þær viðræður voru settar á bið þegar kórónaveiran braust út og lamaði heiminn.

Sky Sports greinir frá því að fyrirtækið muni kaupa allan 80% hlut Jisheng í félaginu, sem hann setti á sölu í upphafi árs.

Jisheng borgaði 210 milljónir punda fyrir 80% hlut í Southampton fyrir þremur árum og nú vill hann fá 250 milljónir fyrir sama hlut.

Katherina Liebherr, fyrrum meirihlutaeigandi Southampton, á enn 20% hlut í félaginu og er ekki talin vilja selja hann frá sér.

Southampton hefur nokkrum sinnum komist nálægt því að falla úr úrvalsdeildinni undir eignarhaldi Jisheng og er félagið í þokkalegri stöðu í neðri hluta deildarinnar sem stendur, sjö stigum frá fallsæti þegar níu umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner