Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 02. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barca þarf að borga 20 milljónir ef Coutinho spilar
Mynd: FIFA
Barcelona keypti Philippe Coutinho frá Liverpool í janúar 2018 og er búið að borga um 135 milljónir evra í heildina.

Það eru nokkrar árangurstengdar bónusgreiðslur í kaupsamningnum og hljóðar ein þeirra upp á 20 milljónir evra, hún virkjast þegar Coutinho spilar 100 leiki fyrir félagið. Hann hefur spilað 76 leiki fyrir Barca og á því aðeins 24 eftir.

Coutinho virðist þó ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Barca en það gæti reynst erfitt fyrir félagið að losa sig við brasilísku stjörnuna. Launakröfur hans eru fráhrindandi fyrir önnur félög og þá vilja Börsungar ekki tapa of miklu á því að selja hann.

Hann hefur verið að láni hjá FC Bayern á leiktíðinni en ólíklegt að Bæjarar hafi áhuga á að ganga frá kaupunum, þó Coutinho hafi staðið sig með sóma.

Coutinho er 27 ára gamall og hefur skorað 17 mörk í 61 A-landsleik með Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner