Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 02. maí 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton mótfallið því að spila á hlutlausum völlum
Mynd: Getty Images
Greint var frá því í gær að enska úrvalsdeildartímabilið gæti verið klárað á hlutlausum völlum. Það á eftir að spila 92 leiki í heildina.

Paul Barber, framkvæmdastjóri og varaforseti Brighton, segir félagið vera mótfallið því að spila á hlutlausum völlum.

„Við skiljum að nú ríkja erfiðar aðstæður og það þarf að skoða alla möguleika en við erum mótfallin því að tímabilið skuli klárað á hlutlausum leikvöngum," sagði Barber.

„Það er augljóst að félög verða að mætast á miðri leið en við teljum að það myndi hafa veruleg áhrif á heillindi keppninnar að spila síðustu leikina á hlutlausum völlum.

„Við eigum níu leiki eftir. Fimm af þeim eru erfiðir heimaleikir, fjórir eru gegn stærstu félögum í Evrópu. Það er gífurlega mikilvægt fyrir okkur að spila þessa leiki á Amex leikvanginum, með eða án áhorfenda.

„Við myndum hagnast á því að spila útileikina fjóra á hlutlausum velli en það er ekkert jafnvægi þarna á milli."


Brighton er í fallbaráttu, með 29 stig eftir 29 umferðir, tveimur stigum frá fallsæti. Næstu leikir liðsins eru gegn Arsenal, Leicester og Manchester United.

Þar á eftir er fallbaráttuslagur gegn Norwich og svo leikir við Liverpool, Manchester City, Southampton, Newcastle og Burnley.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner