Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. maí 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Býst við að þýska deildin fari af stað í mánuðinum
Mynd: Getty Images
Félög í efstu deild þýska boltans hafa verið að æfa undanfarnar vikur og vildu setja deildartímabilið aftur af stað um næstu helgi.

Aðstæður breyttust þó, ríkisstjórnin færði upphaf deildartímabilsins aftur um viku og þá sýktust þrír leikmenn Kölnar.

Simon Rolfes, yfirmaður íþróttamála hjá Bayer Leverkusen, býst við að deildin fari aftur af stað í maí þrátt fyrir mikla óvissu.

„Það mikilvægasta er að við erum á sömu blaðsíðu og stjórnvöld með þetta. Við höfum fulla trú á að þetta sé framkvæmanlegt fyrir luktum dyrum," sagði Rolfes við BBC.

„Við verðum að bíða og sjá hvernig staðan er í næstu viku en við búumst við að byrja að spila um miðjan maí eða í seinni hluta mánaðarins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner