Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. maí 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ceballos: Zidane segir að framtíðin mín sé hjá Real
Mynd: Getty Images
Það þykir nokkuð ljóst að spænski miðjumaðurinn Dani Ceballos er ekki á leið til Arsenal í sumar eftir að hafa verið þar að láni allt tímabilið.

Ceballos glímdi við erfið meiðsli á tíma sínum hjá Arsenal og fékk lítinn spiltíma þar til á seinni hluta tímabils. Hann þótti standa sig vel en verðmiðinn á honum er talinn nema rúmlega 40 milljónum evra.

Ceballos, 23 ára, telur framtíð sína vera hjá Real Madrid eftir spjall við aðalliðsþjálfarann og goðsögnina Zinedine Zidane.

„Þegar ég var í Madríd fyrir nokkrum mánuðum ræddi ég við Zidane. Hann sagðist vera ánægður fyrir mína hönd að ég væri að fá spiltíma á Englandi," sagði Ceballos í viðtali við DAZN.

„Samband okkar er heilbrigt. Hann veit að ég þarf spiltíma til að vera uppá mitt besta. Hann hefur alltaf sagt mér að framtíðin mín sé hjá Real Madrid, ég þurfi bara að sýna þolinmæði."

Það verður erfitt fyrir Ceballos að komast inn í byrjunarliðið hjá Real þar sem hann yrði í baráttu við miðjumenn í heimsklassa, þá Toni Kroos, Luka Modric, Casemiro og Federico Valverde.

Auk þeirra mun Martin Ödegaard bætast við hóp miðjumanna félagsins fyrir næstu leiktíð, þegar lánssamningur hans hjá Real Sociedad rennur út.
Athugasemdir
banner
banner
banner