Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. maí 2020 14:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enskur blaðamaður spurði hvort hægt væri að leika á Íslandi
Mynd: Getty Images
Enskur blaðamaður sendi fyrirspurn um það hvort hægt væri að leikir enskra liða gætu farið fram á Íslandi.

Það er mikið í húfi fyrir ensku úrvalsdeildina og sagði Gary Neville að það ætti að ljúka deildinni í þriggja til fjögurra klukkutíma fjarlægð frá Englandi.

Sjá einnig:
Neville leggur til að klára ensku úrvalsdeildina í öðru landi

Björni Ingi frá Viljanum spurði Víði út í þetta málefni á blaðamannafundi í dag: „Ég get ekki sagt að þeir hafi haft samband frá úrvalsdeildinni en við höfum fyrirspurn frá blaðamanni hvort hægt væri að flytja leikmenn hingað með flugi og spilað leiki hér án þess koma í nein tengsl við samfélagið hér."

„Slíkt er hægt að skoða í einhverri útfærslu,"
sagði Víðir Reynisson.

„Ég býð Kópavogsvöllinn í þetta verkefni," skaut Eysteinn Pétur Lárusson inn í.
Athugasemdir
banner