Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 02. maí 2020 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Griezmann og Suarez út og Martinez inn?
Antoine Griezmann á láni í skiptidíl
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Mirror greinir frá því í dag að Barcelona sé opið fyrir því að hlusta á tilboð í Luis Suarez, sóknarmann hjá félaginu. Daily Mail greinir þá frá því að Lautaro Martinez, framherji Inter, sem hefur verið skotmark Barcelona að undaförnu sé að lækka í verði vegna heimsfaraldursins og því má velta því fyrir sér hvort Martinez muni koma inn í stað Suarez.

Félög í bandarísku MLS deildinni hafa áhuga á Suarez og er Inter Miamia, félag í eigu David Becham, sagt hafa áhuga. Suarez hefur sjálfur sagt að hann gæti séð fyrir sér að spila í MLS einn daginn.

Samningur Suarez rennur út sumarið 2021 en Suarez getur unnið sér framlengingu ef hann spilar 60% af leikjum Barcelona á næstu leiktíð.

Inter lækkar verðið
Barcelona er þá sagt leita leiða til að fá Lautaro Martinez til félagsins. Inter metur Martinez á 80 milljónir punda en Barcelona vill senda leikmen í skiptum fyrir Martinez og einhverja peningaupphæð til að brúa bilið.

Barcelona er sagt tilbúið að senda Arturo Vidal til Inter en Inter vill einnig fá Antoine Griezmann á láni
Athugasemdir
banner
banner