Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. maí 2020 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íþróttafélög geta sótt um úthlutun frá ÍSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mennta- og menningarmálaráðuneytið felur ÍSÍ það hlutverk að úthluta 450 milljónum króna til íþróttahreyfingarinnar.

Líney Rut Halldórsdóttir hjá ÍSÍ sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og var hún spurð út í úthlutun þessarar upphæðar.

Líney segir að ákveðinni upphæð verði úthlutað strax til félaganna en ákveðinni upphæð verði haldið í sjóði sem íþróttafélögin geti svo sótt um úthlutun.

Dæmi var tekið hvort að körfuknattsleiksdeild KR gæti sótt um styrk vegna tekjutaps þar sem engin úrslitakeppni fer fram í körfunni.

Það sama á við um þau félög sem halda barna- og unglingamót í knattspyrnu því ljóst er að einhver þeirra sem áttu að fara fram á þessu ári fari ekki fram.

Líney svaraði þá neitandi þegar hún var spurð hvort að 450 milljónir væri nægilega há upphæð. Tapið sé nær 2 milljörðum króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner