lau 02. maí 2020 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kepa: Í mótbyr þarf að vinna harðar af sér til að komast áfram
Mynd: Getty Images
Það vakti mikla athygli í vetur þegar Frank Lampard ákvað að velja Willy Caballero í markið í stað Kepa Arrizabalaga. Caballero spilaði sex leiki í röð áður en Kepa fékk aftur tækifærið í markinu.

„Samband mitt og Frank er mjög gott," sagði Kepa við Marca. „Hann hefur treyst mér síðan hann byrjaði sem stjóri."

„Hann verður að taka ákvarðanir en mér finnst hann og félagið í heild sinni hafa trú á mér. Allir leikmenn vilja spila alla leiki."

Kepa segist stefna á að halda sæti sínu sem aðalmarkvörður Chelsea en félagið hefur verið orðað við Andre Onana hjá Ajax.

„Við spilum 50 eða 60 leiki á tímabili og það er erfitt að vera frábær í þeim öllum. Mikilvægast er að hugsa um verkefnið og reyna að bæta sig á hverjum degi."

„Það verða margar hindranir á vegi þínum en það er nauðsynlegt að hugsa um verkefnið, þá verður það auðveldara. Þegar á móti blæs verður þú að hugsa faglega og vinna harðar af þér til að komast áfram."

Athugasemdir
banner
banner
banner