Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. maí 2020 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho: Tapið gegn Bayern eini leikurinn sem hefur grætt mig
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segist einungis einu sinni á ferlinum hafa grátið eftir ferlinum. Það gerði hann árið 2012.

Jose var stjóri Real Madrid á Spáni og náði lið Mourninho að skáka stórkostlegu Barceona-liði hans Pep Guardiola það árið.

Tapið sára kom ekki í deildinni heldur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þar tapaði Real gegn Bayern eftir vítaspyrnukeppni þar sem Cristiano Ronaldo, Kaka og Sergio Ramos klúðruðu sínum vítum.

„Cristiano, Kaka og Sergio Raoms. Þrjú skrímsli þegar kemur að fótbolta, það þarf ekki að ræða það neitt. En þeir eru mannlegir. Það kvöld er eina kvöldið sem ég hef grátið eftir fótboltaleik," sagði Mourinho við Marca.

„Ég man vel eftir þessu, ég og Aitor Karanka vorum saman grátandi í bílnum fyrir húsið mitt. Þetta var mjög erfitt því þetta tímabil vorum við besta liðið í Evrópu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner