Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. maí 2020 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óbreytt lið Juventus og enginn keyptur til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Í samtali við Sky Italia svaraði Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, spurningum um framtíð félagsins þegar kemur að því að versla leikmenn á tímum- og í kjölfar kórónaveirunnar.

Paratici sagði að það væri möguleiki á því að enginn yrði keyptur og enginn breyting yrði á hópnum.

„Einhverjr segja að við gætum teflt fram óbreyttu liði á næsta tímabili. Það er möguleiki."

Liverpool hættir við Werner og Aouar
Hjá Mirror kemur fram að topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, ætli að hætta við skotmörk sín sem Mirror segir vera Timo Werner og Houssem Aouar.

„Þeir rauðu eru vel skipulagðir á markaðnum og yfirleitt með tveggja ára plan til framtíðar. Það lítur út fyrir að félagið ætli að takmarka kaup eins mikið og hægt er í kjölfar heimsfardursins," segir í grein Mirror.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner