Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. maí 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir stefnir á atvinnumennsku - Danskt félag hafði mikinn áhuga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson skaust fram á sjónarsviðið á síðustu leiktíð og vakti mikla athygli fyrir góðar frammistöður með liði HK í Pepsi Max-deildinni.

Valgeir verður átján ára í september og var því ekki orðinn sautján ára þegar hann fór að valda miklum usla í varnarlínum andstæðinganna.

Sjá einnig:
Twitter - #29 er 16 ára að enda ferla

Valgeir er til viðtals hjá Fótbolta.net í dag og birtist það í heild sinni síðar í dag. En til þess að taka smá forskot á gleðina þá má hér að neðan sjá svar Valgeirs við spurningum um atvinnumennsku.

Valgeir fór til tveggja félaga á reynslu í Danmörku í vetur. Var hann nálægt því að skrifa undir hjá dönsku félagi?

„Það leit út fyrir það á ákveðnum tímapunkti að ég myndi semja við lið í Danmörku en það gekk svo ekki í gegn vegna skorts á tíma fyrir samningaviðræður, m.t.t. félagsskiptagluggans," sagði Valgeir við Fótbolta.net.

„Þegar félagskiptaglugginn lokar þá tek ég ákvörðun um að framlengja samninginn minn við HK og hefja næsta tímabil með þeim."

Hvernig horfir draumurinn um atvinnumennsku við Valgeir í dag? Er stefnan að fara út eftir komandi tímabil?

„Atvinnumennskan er og hefur alltaf verið markmið hjá mér. Stefnan er að fara út eftir leiktíðina ef tækifærið gefst."
Athugasemdir
banner
banner
banner