lau 02. maí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Werner: Langar frekar í áskorun utan Þýskalands
Mynd: Getty Images
Framtíð Timo Werner, framherja RB Leipzig, hefur verið mikið í umræðunni síðustu mánuði þar sem mörg af stærstu félögum Evrópu eru áhugasöm.

Liverpool, FC Bayern, Barcelona, Inter og Juventus eru meðal áhugsamra félaga og segist Werner frekar vilja áskorun utan landsteinanna heldur en að fara til Bayern.

„Bayern er frábært félag, á því leikur enginn vafi. Hansi Flick er líka búinn að sanna gæði sín sem þjálfari á þessu tímabili," sagði Werner við Bild.

„Ef ég ætla að skipta aftur um félag þá mun ég frekar fara erlendis heldur en til Bayern. Mig langar frekar í nýja áskorun utan Þýskalands."

Oliver Mintzlaff, yfirmaður íþróttamála hjá RB Leipzig, segir að félagið muni ekki veita neinn afslátt á Werner í sumar þrátt fyrir efnahagsáhrif kórónuveirunnar.

„Við munum ekki selja neinn leikmann undir markaðsvirði. Við erum ekki í stöðu þar sem við þurfum að gera það. Við erum með gott lið og munum ekki selja okkur bestu menn á afsláttarverði.

„Timo Werner og Dayot Upamecano eru ekki falir nema fyrir rétta upphæð."


Hinn 24 ára gamli Werner er búinn að skora 21 mark í 25 deildarleikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner