Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. júní 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ajax gefur þrjár milljónir til keppinauta sinna
Mynd: Getty Images
Hollenska knattspyrnusambandið er búið að staðfesta upphæðirnar sem verða lagðar í sérstakan sjóð til að hjálpa hollenskum félögum að ná sér fjárhagslega eftir Covid-19.

Fjögur efstu lið deildarinnar lögðu sitt af mörkum. Ajax gaf þrjár milljónir evra, eða 450 milljónir króna, á meðan PSV Eindhoven, Feyenoord og AZ Alkmaar gáfu hálfa milljón evra hvert.

Evrópska knattspyrnusambandið leggur 4,2 milljónir evra í sjóðinn, hollenska sambandið setur 5 milljónir og bankinn ING gefur einnig 5 milljónir. Þar að auki söfnuðu hollenskir landsliðsmenn saman einni milljón. Í heildina eru þetta rétt tæplega 20 milljónir evra sem fara í samstöðusjóðinn.

Ajax endaði í efsta sæti hollensku deildarinnar á markatölu eftir að tímabilið var stöðvað vegna Covid.

Ajax gaf sex sinnum meira en keppinautar sínir í sjóðinn, enda hefur félagið selt leikmenn fyrir rúmlega 200 milljónir evra á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner