Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. júlí 2018 11:34
Elvar Geir Magnússon
Ein skærasta stjarna Kólumbíu ólst upp í kringum eiturlyfjagengi
Quintero er áhugaverður leikmaður.
Quintero er áhugaverður leikmaður.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Juan Quintero, leikmaður Kólumbíu, vill ekki ræða um það að faðir hans hvarf á dullarfullan hátt þegar hann var aðeins tveggja ára.

Þessi hæfileikaríki miðjumaður verður í eldlínunni þegar Kólumbía mætir Englandi í 16-liða úrslitum HM annað kvöld. Nokkrir af leikmönnum kólumbíska liðsins ólust upp við það að þurfa að berjast fyrir lífi sínu.

Saga Quintero er blanda af áföllum, hryllingi og eftirsjá. Hann er 25 ára í dag en hann ólst upp í hverfum Medellín þar sem eiturlyfjabarónar réðu ríkjum.

Faðir hans var kallaður í herinn en snéri ekki aftur. Tilkynnt var um hvarf hans aðeins nokkrum dögum eftir að hann yfirgaf heimili sitt. Ekkert er vitað um afdrif hans.

Silvia, systir Quintero, hefur ekki gefist upp á leitinni að föður sínum þó öll þessi ár séu liðin. Hún aðstoðar í dag við rekstur á samtökum sem aðstoða fjölskyldur sem hafa misst nákomna vegna mannshvarfa.

Quintero spilaði með Envigado og Atletico Nacional í heimalandinu áður en hann hélt til Evrópu þegar hann var 18 ára gamall. Hann fór til Pescara á Ítalíu og síðan til portúgalska risans Porto. Þar sló hann í gegn undir stjórn Julen Lopetegui, þjálfaranum sem var rekinn frá Spáni á dramatískan hátt vegna þess með hvaða hætti hann tók við Real Madrid.

Quintero var í kólumbíska hópnum sem komst í 8-liða úrslit á HM í Brasilíu 2014.

Eftir það mót steig Quintero feilspor, fór í rangan félagsskap og áhuginn og einbeitingin á fótboltanum dvínaði. Það kom að tímapunkti þar sem Quintero sagðist ætla að leggja skóna á hilluna og gerast rappari. Lánssamningi við Rennes í Frakklandi var rift vegna slæmrar hegðunar og hann fór aftur heim til Kólumbíu, til að spila fyrir Independiente Medellín.

Í desember samþykkti argentínska stórliðið River Plate að borga Porto 300 þúsund pund í lánsfé með þeirri skuldbindingu að kaupa leikmanninn fyrir 4,5 milljónir punda ári síðar.

Nú er Quintero aftur farinn að líta út eins og leikmaðurinn sem hann var. Frammistaða hans á HM í Rússlandi hefur skapað vangaveltur um að Lopetegui gæti sannfært sína nýju vinnuveitendur í Real Madrid um að endurnýja kynni sín af leikmanninum.

Sjá einnig:
Sex hæfileikaríkir sem ensk félög munu reyna að fá

Enska landsliðið þarf að loka á Quintero annað kvöld en sama hvað gerist á Spartak leikvangngum mun hann aldrei gleyma uppruna sínum.

„Ég elska fólk í hverfinu mínu í Kólumbíu mikið og ég vona að ég geti sýnt að það snýst ekki bara um slæma hluti. Það á sér góðar hliðar líka," segir Quintero.
Athugasemdir
banner
banner
banner