Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 02. júlí 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Englendingar hafa lagt mikla áherslu á að æfa víti
Southgate á æfingasvæðinu.
Southgate á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir að sínir menn hafi lagt mikla áherslu á að búa sig undir það að fyrsti leikur liðsins í útsláttarkeppni HM í Rússlandi gæti farið í framlengingu.

England mætir Kólumbíu í Moskvu annað kvöld, í 16-liða úrslitum mótsins.

England komst síðast í 8-liða úrslit á stórmóti á EM 2012. Á því móti tapaði liðið gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þá féll liðið úr leik í vítaspyrnukeppnum á HM 2006 og EM 2004, í báðum tilfellum gegn Portúgal.

England féll einnig úr leik á Ítalíu 1990 og á EM 1996 eftir vítaspyrnukeppnir.

„Á síðustu mótum höfum við ekki verið nálægt því að fara í vítaspyrnukeppnir en við höfum eytt næstum hálfri ævinni í að ræða þetta," sagði Southgate við HM podcast BBC.

„Fyrst og fremst undirbúum við okkur fyrir leikinn, við þurfum að þekkja svæðin sem við getum nýtt okkur gegn Kólumbíu og við vitum hvaða stöður við getum búið okkur undir."

„Ef leikurinn fer yfir 90 mínúturnar og framlengingu verðum við líka búnir undir það sem fer þá af stað. Það hefur reyndar verið lögð mikil vinna í það. En ég endurtek að mikilvægast í leiknum á morgun er að búa sig undir leik gegn Kólumbíu."

England vann Túnis og Panama í riðlinum og þrátt fyrir tap gegn Belgíu virðist vera trú hjá Englendingum að þeir geti farið langt í mótinu.

„Við höfum spilað með þeim hætti að við höfum sýnt ástríðu og ungir leikmenn hafa lagt sig alla fram. Við verðum að halda því áfram," segir Southgate.
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner