Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. júlí 2018 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jonathan Hendrickx spáir í leik Belgíu og Japan
Jonathan Hendrickx.
Jonathan Hendrickx.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Í kvöld mætast Belgía og Japan í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Belgar þykja líklegir til afreka og þeim er spáð áfram af flestum sérfræðingum.

Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx sem spilar með Breiðabliki hefur fulla trú á því að stjörnu prýtt lið Belgíu fari örugglega áfram.

Belgía 3 - 0 Japan (klukkan 18:00)
Belgía þarf að vinna þennan leik vegna þess að væntingarnar eru miklar í landinu okkar.

Ég held að þessu leikur muni enda 3-0. Mörkin skora Lukaku, Hazard og Batshuayi en síðastnefndi mun koma inn á í seinni hálfleik. Japan mun reyna að verjast og treysta á skyndisóknir en getumunurinn á liðunum er of mikill að mínu mati. Ef þú lítur á pappírinn þá er Belgía með einn sterkasta hópinn í öllu mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner