Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. júlí 2018 17:21
Elvar Geir Magnússon
Kostar Argentínu tvo og hálfan milljarð að reka Sampaoli
Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu. Á hliðarlínunni í leiknum gegn Argentínu.
Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu. Á hliðarlínunni í leiknum gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef Argentína rekur Jorge Sampaoli þjálfara, eins og allt stefnir í, kostar það knattspyrnusambandið um tvo og hálfan milljarð íslenskra króna.

Sampaoli neitar að segja af sér eftir vonbrigðin á HM en Argentína skreið upp úr riðlinum og tapaði 4-3 fyrir Frakklandi í 16-liða úrslitum.

Eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar fóru háværar sögur af stað um að hann hefði tapað klefanum og jafnvel fullyrt að Lionel Messi væri í raun stjóri liðsins.

Aðeins eitt ár er síðan Sampaoli hætti hjá spænska félaginu Sevilla til að taka við Argentínu. Hann gerði fimm ára samning og krefst þess að hin fjögur árin verði borguð til fulls ef hann fær sparkið.

Þar kemur þessi tala til sögunnar, tveir og hálfur milljarður íslenskra króna.

Síðar í þessari viku mun Sampaoli funda með Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins. Þar væri gaman að vera fluga á vegg.

Sampaoli er enn á HM í Rússlandi og segist vilja vera þar til að skoða komandi mótherja í Copa America. Argentínskir fjölmiðlar telja þó að hann þori ekki að snúa aftur til Argentínu fyrr en reiðin í þjóðinni hefur lægt.
Athugasemdir
banner
banner
banner