Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. júlí 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mark sem hægt er að horfa á aftur og aftur
Mynd: Getty Images
Benjamin Pavard, bakvörður Stuttgart og franska landsliðsins, skoraði eitt besta mark Heimsmeistaramótsins hingað til gegn Argentínu á laugardag. Pavard jafnaði metin í 2-2 er hann gjörsamlega smellhitti boltann fyrir utan vítateig.

Þetta er mark sem hægt er að horfa á aftur og aftur.

„Boltinn skoppaði upp þegar hann kom til mín. Ég hugsaði ekki einu sinni um það. Ég reyndi bara að komast yfir hann og halda honum niðri. Ég reyndi að skjóta honum í áttina sem hann kom frá, það er það sem sóknarmenn segja mér alltaf að gera," sagði Pavard við heimasíðu FIFA eftir leikinn.

„Ég hugsaði ekki of mikið og þegar boltinn söng í netinu þá varð ég svo ánægður."

Pavard er 22 ára gamall og er tiltölulega óþekktur fyrir þá sem fylgjast ekki með þýska boltanum. Þetta mark mun seint gleymast hjá þeim sem fylgdust með leiknum á laugardaginn. Frakkland vann leikinn 4-3.

Markið er hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner