Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 02. júlí 2019 22:46
Magnús Valur Böðvarsson
4.deild: Álafoss með óvæntan sigur á Hamri
Ronnarong Wongmahadthai skoraði fyrra mark Álafoss úr vítaspyrnu
Ronnarong Wongmahadthai skoraði fyrra mark Álafoss úr vítaspyrnu
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Tveir leikir fóru fram í 4.deild karla í kvöld og má segja að það hafi verið óvænt úrslit í báðum leikjum kvöldsins en leikirnir voru í C riðli.

C-riðill
Tveir leikir fóru fram í C riðlinum en efstu tvö liðin GG og Hamar voru bæði í eldlínunni. GG var með fullt hús stiga fyrir leik kvöldsins en gerði óvænt jafntefli á heimavelli gegn Berserkjum. Á sama tíma tapaði Hamar öðrum leik sínum í röð í þetta skipti gegn Álafossi á Tungubakkavelli. Staða GG og Hamars er samt ennþá ansi sannfærandi í 1. og 2.sæti riðilsins en liklega fara bæði lið í úrslitakeppnina nema þau klúðri sínum málum illilega. Berserkir eru í 3.sæti með 10 stig og Álafoss lyfti sér í 4.sætið með 9 stig.

Álafoss 2 - 1 Hamar
0-1 Kristján Örn Marko Stosic (11')
1-1 Ronnarong Wongmahathai (44'víti)
2-1 Gylfi Hólm Erlendsson (60')

GG 1 - 1 Berserkir
0-1 Eiríkur Stefánsson (57')
1-1 Sigurður Þór Hallgrímsson(61')

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner