banner
   þri 02. júlí 2019 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Sextán liða úrslitin klár
Mynd: Getty Images
Síðustu leikirnir í riðlakeppni Afríkukeppninnar voru að klárast í kvöld en Gana vann Gíneu-Bisseau 2-0 á meðan Malí lagði Angóla 1-0.

Í E-riðli sigraði Malí lið Angóla 1-0 eins og áður kom fram. Amadou Haidara, leikmaður RB Leipzig í Þýskalandi, skoraði eina mark leiksins og tryggði Malí sigur í riðlinum með 7 stig.

Mauritania gerði markalaust jafntefli við Túnis á meðan. Malí og Túnis fara upp úr riðlinum.

Í F-riðli vann Gana lið Gíneu-Bisseau 2-0 og er því komið áfram í 16-liða úrslit. Gana vann riðilinn en Kamerún og Benín fylgja þeim áfram úr riðlinum. Liðin gerðu markalaust jafntefli í kvöld en Benín var með einn besta árangurinn í þriðja sætinu af öllum riðlinum.

Jordan Ayew og Thomas Partey skoruðu mörk Gana í 2-0 sigrinum á Gíneu.

Hér má sjá öll liðin sem mætast í 16-liða úrslitum en þau fara fram 5. - 8. júlí.

16-liða úrslitin:
Úganda - Senegal
Marokkó - Benín
Madagaskar - Kongó
Gana - Túnis
Malí - Fílabeinsströndin
Alsír - Gínea
Nígería - Kamerún
Egyptaland - Suður-Afríka
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner