Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 02. júlí 2019 17:11
Elvar Geir Magnússon
Arnar Sveinn og Stefán Teitur ekki með í næstu umferð
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag en tveir leikmenn úr Pepsi Max-deild karla voru úrskurðaðir í leikbann vegna uppsafnaðra áminninga og taka út bann í næstu umferð.

Stefán Teitur Þórðarson verður ekki með ÍA gegn Fylki næsta laugardag á Skaganum. Stefán var valinn á bekkinn í úrvalsliði umferða 1-11 sem opinberað var í gærkvöldi.

Arnar Sveinn Geirsson, bakvörður Breiðabliks, verður ekki með í Kópavogsslagnum gegn HK næsta sunnudag.

12. umferð Pepsi Max-deildarinnar er ansi dreifð:

fimmtudagur 4. júlí
18:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

föstudagur 5. júlí
19:15 Stjarnan-Grindavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 6. júlí
14:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 7. júlí
19:15 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)

mánudagur 8. júlí
19:15 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner