Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. júlí 2019 12:00
Fótbolti.net
Hófið - Vanvirðing í Vesturbæ
Pálmi Rafn Pálmason sáttur eftir sigur KR í toppslagnum í gær.
Pálmi Rafn Pálmason sáttur eftir sigur KR í toppslagnum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hart barist í leik Víkings R. og ÍA.
Hart barist í leik Víkings R. og ÍA.
Mynd: Raggi Óla
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, heilsar upp á áhorfendur í Vesturbæ.
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, heilsar upp á áhorfendur í Vesturbæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson hylltur eftir leik Fylkis og KA.
Valdimar Þór Ingimundarson hylltur eftir leik Fylkis og KA.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Horft á leik Fylkis og KA af svölunum í Árbæ.
Horft á leik Fylkis og KA af svölunum í Árbæ.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
11. umferðin í Pepsi-Max deildinni er að baki og þar var líf og fjör. Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð! Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!

Umferðin:
KR 2 - 0 Breiðablik
HK 1 - 2 Valur
Fylkir 3 - 2 KA
ÍBV 0 - 2 Stjarnan
Grindavík 0 - 0 FH
Víkingur R. 0 - 0 ÍA

Leikur umferðarinnar
Það var boðið upp á dramatík og fjör í Árbænum þar sem Fylkir vann KA 3-2 eftir að liðin höfðu skipst á að taka forystuna. Hákon Ingi Jónsson skoraði sigurmark Fylkis undir lokin við mikinn fögnuð heimamanna.

EKKI lið umferðarinnar:
Breiðablik tapaði toppslagnum gegn KR og á fjóra menn í EKKI liði umferðarinnar. Nikolaj Hansen og Steven Lennon brenndu af vítaspyrnum og eru í framlínunni.

Vanvirðing umferðarinnar
Ungur maður í hjólastól kom í fylgd manns sem var líklega faðir hans á leik KR og Breiðabliks. Starfsmaður KR vísaði honum á svæði nærri endalínu vallarins þar sem hann ætti að vera, og fann svo til stól fyrir þann eldri svo þeir gætu setið saman. Nokkrum mínútum síðar mættu vallarstarfsmenn sem hafa unnið á vellinum til fjölda ára og heimtuðu að fá stólinn því þeir ætluðu að sitja á honum sjálfir, vísuðu þeim í hjólastólnum úr sólinni í skuggann og sögðu að sá eldri gæti staðið hinum megin við skiltið. Gáfu þeir sig ekki fyrr en gestirnir yfirgáfu svæðið.

Suðupunktur umferðarinnar
Það sauð allt uppúr í hálfleik í leik KR og Breiðabliks. Við vitum ekki alveg nákvæmlega hvað gerðist en skyndilega hlupu leikmenn Breiðabliks inn í leikmannagönginn, einn öskraði 'Hvaða töffarastælar eru þetta?' og í kjölfarið voru læti á miklu svæði. Menn róuðust þó nokkuð fljótt.

Einleikur umferðarinnar
Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði stórglæsilegt mark í Vestmannaeyjum gegn ÍBV. Eftir að hafa fengið boltann við miðjubogann náði hann að fífla varnarmenn ÍBV og vippa síðan glæsilega yfir Rafael Veloso í markinu.

Kannski kveðjuleikur umferðarinnnar:
Kolbeinn Finnsson, leikmaður Fylkis, átti góðan dag í 3-2 sigrinum á KA. Kolbeinn hefur verið á láni frá Brentford en sá lánssamningur er nú runninn út. Erlend félög fylgdust með Kolbeini í leiknum í Árbænum á sunnudag og áhugavert verður að sjá í hvað treyju hann spilar næsta fótboltaleik.

Tvöfalda skipting umferðarinnar:
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, gerði tvöfalda skiptingu í fyrri hálfleik gegn KA vegna meiðsla og þurfti svo að gera þriðju skiptinguna vegna meiðsla Arons Snæs Friðrikssonar í markinu í seinni hálfleik.

Gula spjald umferðarinnar
Arian Ari Morina, leikmaður HK, hefur ekki komið við sögu í Pepsi-Max deildinni í sumar en er þrátt fyrir það kominn með gult spjald. Arian sparkaði boltanum í burtu þegar Sigurður Egill Lárusson ætlaði að ná í boltann til að taka hornspyrnu. Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, sá atvikið og spjaldaði Arian fyrir vikið.

Vallarstjóri umferðarinnar
KR fékk Magnús Val Böðvarsson sem vallarstjóra fyrir tímabilið og hann er að gera ljómandi góða hluti fyrir grasið í Vesturbæ. Hann fékk mikið lof á Twitter eftir stórleikinn í gær.

Besti dómarinn
Egill Arnar Sigurþórsson fékk 9,5 í einkunn hjá Fótbolta.net fyrir frammistöðu sína í leik Fylkis og KA.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner