þri 02. júlí 2019 10:27
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 9. umferð - Bjartsýnir á að komast upp
Már Ægisson (Fram)
Már Ægisson í leik með Fram.
Már Ægisson í leik með Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Már hlaut kassa af Ripped.
Már hlaut kassa af Ripped.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aðra umferðina í röð er það Framari sem valinn er bestur í Inkasso en Már Ægisson, 19 ára kantmaður, mætti á skrifstofu Fótbolta.net í morgun og fékk kassa af Ripped orkudrykknum vinsæla.

Sjá einnig:
Úrvalslið 9. umferðar í Inkasso

„Það var geggjuð tilfinning að skora á seinustu mínútunni og fannst mér líka við eiga það skilið," sagði Már um 2-1 sigur liðsins gegn Þrótti síðasta miðvikudag, í leik sem var hluti af 9. umferð Inkasso-deildarinnar.

Fram sýndi flottan karakter en Már skoraði sigurmarkið í blálokin þegar Framarar voru tíu gegn ellefu eftir rautt spjald Frede Saraiva.

„Það sem hefur einkennt liðið í sumar er að mínu mati er góð spilamennska og frábær liðsandi."

Framarar hafa verið á flottu skriði og eru núna í 3. sæti, með jafnmörg stig og Grótta í 2. sætinu og tveimur stigum á eftir toppliði Fjölnis.

„Það var náttúrulega alltaf að planið að komast upp og við erum frekar bjartsýnir um að það eigi eftir að gerast," segir Már sem var næst spurður út í eigin frammistöðu og markmið.

„Ég er nokkuð jákvæður með hvernig mér er búið að ganga en þó væri ég ekki á móti því að hafa skorað aðeins fleiri mörk. Mitt persónulega markmið er auðvitað að komast út í atvinnumennskuna."

Að lokum var hann spurður út í bláa hárið sem hann skartaði í leik gegn Aftureldingu nýlega.

„Satt best að segja var þetta í raun bara eitthvað flipp hjá mér og vinum mínum," segir Már Ægisson, leikmaður 9. umferðar Inkasso-deildarinnar.

Sjá einnig:
Bestur í 8. umferð - Marcao (Fram)
Bestur í 7. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Bestur í 6. umferð - Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð - Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner