Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. júlí 2019 18:29
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Bandaríkjanna og Englands: Rapinoe bekkjuð
Megan Rapinoe hefur verið öflug á mótinu en er sett á bekkinn í kvöld
Megan Rapinoe hefur verið öflug á mótinu en er sett á bekkinn í kvöld
Mynd: Getty Images
Bandaríkin og England mætast í fyrri undanúrslitaleik HM kvenna sem fer fram í Frakklandi en leikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram í Lyon.

Megan Rapinoe, ein af fyrirliðum bandaríska landsliðsins, er óvænt á bekknum gegn Englendingum en hún er markahæsti leikmaður mótsins ásamt Alex Morgan, Ellen White og Sam Kerr.

Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá bandaríska liðinu en hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í heild sinni. Ellen White er á sínum stað sem og Lucy Bronze.

Karen Bardsley er ekki í marki enska liðsins í dag og tekur Carly Telford stöðu hennar.

Byrjunarlið Bandaríkjanna: Naeher, O'Hara, Dahlkemper, Sauerbrunn, Dunn; Ertz, Horan, Lavelle; Heath, Morgan, Press

Byrjunarlið Englands: Telford, Bronze, Houghton, Bright, Stokes, Scott, Walsh, Daly, Parris, Mead, White
Athugasemdir
banner
banner